Iceland Seafood International hagnaðist um 220 milljónir króna á fyrri árshelming 2018. Tekjur námu 150 milljónum evra og jukust þær um 29% frá því á sama tímabili í fyrra. Eignir jukust auk þess um 31,3 milljónir evra á tímabilinu, en samtals námu þær 110,6 milljónum evra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood International, segir í tilkynningunni að það sé ánægjulegt að gefa út þessa sterku niðurstöðu fyrri árshelmings.