Icelandic USA seldi þann 31. desember 2007 verksmiðjuhúsnæði sitt og tæki í Cambridge, Maryland.

Engin starfsemi hefur verið í húsnæðinu síðan í júní 2007 þegar öll framleiðslan var flutt á einn stað í Newport News, Virginiu.  Lokun verksmiðjunnar í Cambridge er lokahnykkurinn í sameiningu Icelandic USA og Samband of Iceland sem hófst á árinu 2005.

Verksmiðjan í Newport News er nýrri og vel tæknilega búin til að þjóna núverandi viðskiptavinum Icelandic USA og framtíðarvexti.

Þá hefur dótturfyrirtæki Icelandic USA, Ocean to Ocean, selt allar birgðir sínar í Bandaríkjunum og vörumerki tengd þeim birgðum til Singleton Fisheries undir nafninu Meridian.

Í tilkynningu vegna sölurnar segir að þær hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag Icelandic Group.