Sjónarrönd hefur samið við Icelandic Water Holdings um innleiðingu ValuePlan áætlanakerfisins og er uppsetning kerfisins vel á veg komin, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu.

ValuePlan áætlanakerfið er hannað og þróað hérlendis og er notað til áætlanagerðar, skýrslugerðar og greiningar rekstrarupplýsinga.

Fram kemur í fréttinni að Icelandic Water Holdings var stofnað árið 2004.

Þar segir að félagið selji íslenskt vatn til verslana og veitingahúsa í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi og á meginlandi Evrópu, meðal annars í samstarfi við Anheuser Busch og fleiri sérhæfða dreifingaraðila. Nýlega hafi Icelandic Water Holdings tekið í notkun nýja 6.700 fermetra vatnsátöppunarverksmiðju í landi Hlíðarenda nærri Þorlákshöfn.

ValuePlan áætlanakerfið hefur verið notað hjá fjölda íslenskra fyrirtækja um árabil. Markmiðið með innleiðingu kerfisins hjá Iceland Water Holdings er að auðvelda gerð sölu- og rekstraráætlana og einfalda þannig stýringu birgðahalds og framleiðslu, að því er segir í frétt frá Sjónarrönd.