*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 27. nóvember 2011 16:10

Icepharma hagnast um 275 milljónir

Eigendur Icepharma fengu greiddar 324 milljónir króna í arð í fyrra vegna afkomunnar árið 2009.

Ritstjórn

Icepharma hagnaðist um 275 milljónir króna á árinu 2010 samanborið við 345 milljóna króna hagnað árið áður. Velta Icepharma árið 2010 var rúmlega sjö milljarðar króna og jókst um tæp 10% milli ára.

Rekstrargjöld námu tæplega 6,8 milljörðum króna sem er rúmlega 10% aukning frá fyrra ári. Eigið fé Icepaharma nam 583 milljónum króna í lok árs 2010. Greiddur arður á árinu 2010 var 324 milljónir króna en eigandi félagsins er Eignarhaldsfélagið Lyng ehf. en stærsti eigandi þess er Eignarhaldsfélagið Akurey ehf. sem er í eigu Kristjáns Jóhannssonar.

Stikkorð: Icepharma