Lyfjafyrirtækið Icepharma ætlar að kaupa stóran hlut í félaginu Via Health, sem framleiðir sætuefnið stevíu í Hafnarfirði.

Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður Parlogis, verður framkvæmdastjóri Via Health samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Bjarný Björg Arnórsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins, mun hætta störfum samkvæmt sömu heimildum.

Viðskiptablaðið hefur ekki upplýsingar um hverjir eru að selja hlut sinn í félaginu, en kínverskir aðilar hafa átt hlut í félaginu síðustu ár. Via Health hefur haft áform um að gera Ísland að framleiðslu- og dreifingarmiðstöð fyrir stevíu til landa beggja vegna Atlantshafsins.

Samkvæmt upplýsingum af vefsíðu fyrirtækisins hafa fyrirtækin Parlogis og Icepharma verið stærstu viðskiptavinir Via Health.