ICEQ verðbréfasjóður hefur gert samning við Glitni banka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutdeildarskírteinum sjóðsins fyrir eigin reikning. Samkvæmt fréttatilkynningu frá kauphöllinni er tilgangurinn með viðskiptavaktinni að efla viðskipti með hlutdeildarskírteini sjóðsins í Kauphöll Íslands. Glitnir banki hf. skuldbindur sig til að setja daglega fram kaup- og sölutilboðí hlutdeildarskírteini ICEQ að lágmarki 35 milljónir króna að markaðsvirði.

Glitnir bankihf. mun leitast við að hafa mun á kauptilboði og innlausnarvirði ICEQ (ENAV15vísitalan) eins lítinn og möguleiki er, eða að hámarki 0,3%. Munur á kaup- ogsölutilboðum má ekki vera meiri en 130% af vegnum meðalgengismun undirliggjandifélaga sem mynda OMXI-15CAP vísitöluna. Glitnir banki hf. skuldbindur sigeinnig til þess að endurnýja tilboð sín í ICEQ innan 3ja mínútna efútistandandi tilboðum er tekið. Hámarksfjárhæð heildarviðskipta dag hvern semGlitnir banki hf. er skuldbundinn til að kaupa eða selja skal vera 250.000.000 krónur.