Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráðleggur 400 þúsund tonna loðnuveiði við Ísland, Færeyjar, Grænland og Jan Mayen vertíðina 2021-2022. Norski fréttavefurinn Intrafish greinir frá þessu .

„Upphafsráðgjöfin fyrir 2021-2022 er hærri en upphafsráðgjöfin fyrir vertíðina 2020-2021 vegna þess að áætlað magn ungloðnu var hærra eftir haustleiðangurinn 2020,“ hefur Intrafish eftir ICES.

Á síðasta ári var upphafsrágjöfin 169.520 tonn, en á endanum var engin loðnuveiði veidd vegna þess hve lítið fannst af loðnu þegar til kom.