Ef dómurinn í Icesave-málinu, sem fellur um klukkan 10:30 í dag, verður gegn hag íslenska ríkisins, getur hann haft áhrif á íslensk skuldabréf, hvort heldur sem um er að ræða innlend eða erlend bréf. Kemur þetta fram í Morgunpósti IFS greiningar.

„Mikil óvissa hefur verið um skuldastöðu íslenska ríkisins vegna dómsins. Falli dómurinn íslenska ríkinu í vil dregur það verulega úr óvissunni en fellur hann í hina áttina má búast við áframhaldandi óvissu hvað skuldastöðu ríkisins varðar, þar til aðrir dómar eða samningar koma með lokaniðurstöðu í þessu máli. Ef dómurinn fellur gegn hag íslenska ríkisins getur dómurinn haft neikvæð áhrif á íslensk skuldabréf hvort sem um innlend eða erlend bréf er að ræða.“