Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur gatið sem þarf að loka vegna Icesave-reikningana minnkað úr 144 milljörðum króna niður í um 120 milljarða króna, meðal annars vegna styrkingar krónunnar.

Það gæti haft í för með sér að ábyrgðin sem fellur á ríkissjóð minnkar niður í 60 milljarða króna.

Þetta er sem gefur að skilja viðkvæmt mál og menn vilja ekki vekja upp væntingar þar sem tölurnar geta breyst. Hafa verður í huga að innlánsreikningarnir eru allir í erlendri mynt, tveir þriðju í pundum og einn þriðji í evrum.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .