Standi Íslendingar ekki við skuldbindingar í lánasamningi við Hollendinga vegna Icesave geta Hollendingar gengið að eigum íslenska ríkisins, en þó að því marki sem stjórnarskrá Íslands leyfir. Engir aðrir fyrirvarar virðast á því hvaða eigna Hollendingar geta krafist. Frá þessu var greint í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld en hingað til hefur ekki verið upplýst um efni samninganna við Hollendinga og Breta vegna Icesave þrátt fyrir háværar kröfur þar um, m.a. frá alþingismönnum.

Þá greinir Ríkisútvarpið, sem hefur afrit af samningnum við Hollendinga undir höndum, frá því að leysa skuli úr hugsanlegum ágreiningi vegna samningsins fyrir breskum dómstólum. Ætla má að samningurinn við Breta sé samhljóða hvað þau ákvæði snertir sem hér um ræðir.