Slitabú Landsbankans, LBI hf., fékk í gær undanþágu Seðlabanka Íslands frá fjármagnshöftum. Að henni fenginni hefur fullnaðaruppgjör eftirstöðva samþykktra forgangskrafna farið fram.

Um er að ræða um 210,6 milljarða króna forgangskröfur sem voru að mestu komnar til vegna Icesave reikninganna sem bankinn safnaði í Bretlandi og Hollandi. Þetta kemur fram á heimasíðu slitabús LBI.