Sýknudómur í Icesave-málinu í morgun hefur til skemmri tíma litið ekki áhrif á breytingar á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu S&P, að sögn Eileen Zhang, sérfræðings hjá S&P. Hún segir í samtali við Bloomberg-fréttaveituna skuldbindingar tengdar Icesave-reikningum gamla Landsbankans hvíla á þrotabúi bankans og því muni niðurstaðan í málinu ekki hafa áhrif á stöðu þjóðarbúsins.

Íslenska ríkið er með lánshæfiseinkunnina BBB- hjá S&P og eru horfur þar taldar stöðugar.