*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 8. apríl 2020 14:55

Icewear opnar í Kringlunni

Sextánda verslun Icewear hefur opnaði í Kringlunni en vegna heimsfaraldursins þarf eitthvað að bíða með opnunarpartíið.

Ritstjórn
Icewear Magasín í Kringlunni.
Aðsend mynd

Icewear hefur opnað nýja útivistarverslun í Kringlunni undir merkjum Icewear Magasín. Er þetta sextánda verslun Icewear en fyrir eru verslanir í Smáralind, átta í miðbæ Reykjavíkur, ein í Fákafeni, tvær á Akureyri, ein í Vík og ein í Vestmannaeyjum.

„Verslunin í Kringlunni verður skemmtilegt skref fyrir okkur inn á íslenska markaðinn en opnunarpartíið verður eitthvað að bíða eins og staðan er í dag," er haft eftir Aðalsteini Pálssyni, framkvæmdastjóra í tilkynningunni.

Í versluninni í Kringlunni verður seldar vörur undir merkjum Icewear, sem hannaðar eru á Íslandi en einnig vörur frá norska fyrirtækinu Helly Hansen og gönguskór frá Asolo og Salewa, sem eru ítölsk merki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icewear. Auk þess að selja útivistarfatnað verður í versluninni einnig að finna hversdagsfatnað fyrir skólann og vinnuna.

Stikkorð: Icewear Kringlan