Iða Brá Benediktsdóttir, sem sér um upplýsingagjöf Arion banka á skrifstofu forstjóra, er í framboði til stjórnarsetu í HB Granda á aðalfundi félagsins sem er í dag. Hún tekur sæti fyrir hönd bankans. Þriðjungshlutur Kjalars, félags Ólafs Ólafssonar, í HB Granda er veðsettur Arion banka og hefur bankinn um nokkurt skeið verið með einn stjórnarmann vegna þessa. Áður sat Sveinn Gíslason í stjórninni fyrir hönd Arion. Aðrir í kjöri til stjórnar eru Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson og Hjörleifur Jakobsson.