Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 2,17% í 2,7 milljarða viðskiptum dagsins og fór hún upp í 1.648,11 stig.  Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,14% í 1.366,32 stig í 18,7 milljarða viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Marel eða um 4,15% í 738 milljón króna viðskiptum, sem jafnframt voru mestu viðskiptin með einstök bréf í kauphöllinni í dag. Fór gengi bréfanna upp í 326,00 krónur

Næst mest hækkun var á gengi bréfa Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, eða um 2,90% í 256 milljón króna viðskiptum og fór gengið upp í 67,40 krónur. Næst mestu viðskiptin voru hins vegar með bréf Icelandair group, eða fyrir 389 milljón krónur en þau hækkuðu um 0,82% upp í 14,81 króna.

Einu bréfin sem lækkuðu í kauphöllinni í dag voru bréf Símans, sem lækkuðu um 0,12% í 210,5 milljón króna viðskiptum og fóru þau niður í 4,16 krónur hvert bréf.