Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 2,33% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.596 stigum eftir rúmlega 1,7 milljarða viðskipti.

Gengi bréfa N1 hækkaði um 11,48% í 568 milljóna viðskiptum og Haga um 0,9% í 209 milljóna viðskiptum. Kemur hækkunin í kjölfarið á því að Samkeppniseftirlitið samþykkti í gærkvöldi kaup N1  á öllu hlutafé í Festi hf. gegn ákveðnum skilyrðum. Hagar bíða nú ákvörðunar eftirlitsins varðandi kaup þeirra á Olís.

Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair Group um 2,59% í 87 milljóna viðskiptum. Félagið mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung nú síðdegis. Ekkert félag lækkaði í viðskiptum dagsins.

Mest velta var í viðskiptum með bréf N1.

Lítil velta var á skuldabréfamarkaði í dag eftir nokkuð fjörugan dag í gær. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,04% í 820 milljóna viðskiptum.