Úrvalsvísitala kauphallar Íslands stendur í 1937,29 stigum eftir að hafa hækkað um 0,20% í viðskiptum dagsins. Gengi 15 félaga af þeim 18 sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði í dag.

Mest hækkuðu bréf Origo, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 2,36%, þó í mjög lítilli veltu, sem nam 4 milljónum króna. Næst mest hækkuðu bréf Arion banka, eða um 2,04% í 107 milljóna króna veltu.

Marel var eina félagið sem lækkaði í viðskiptum dagsins og nam lækkunin 0,55%. Félagið þarf þó eigi að örvænta, enda stendur gengi bréfa félagsins í 538 krónum á hlut. Mestu viðskiptin voru eftir sem áður með bréf félagsins, eða fyrir 637 milljónir króna.