Afar grænt var um að litast í Kauphöllinni við lokun markaða í dag. Alls hækkuðu fjórtán félög í viðskiptum dagsins en heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 3,8 milljörðum króna.

Mest hækkaði verð á hlutabréfum í Festi eða um 2,4% í 139 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkun var hjá Origo sem hækkaði um rétt rúm 2% í 203 milljóna króna viðskiptum.

Aðeins eitt félag lækkaði á markaði í dag og voru það Hagar sem lækkuðu um 0,69% í 84 milljóna króna viðskiptum.