Hinn 5. mars 1982 urðu formannsskipti í Félagi íslenskra iðnrekenda, sem síðar rann inn í Samtök iðnaðarins. Fráfarandi formaður, Davíð Sch. Thorsteinsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Víglundur Þorsteinsson kjörinn formaður í hans stað með 77,2% atkvæða.

Í fyrstu ræðu sinni sem formaður sagði Víglundur að nú yrði að láta á það reyna hvort stjórnmálaleg geta væri fyrir þeim breytingum sem þörf væri á til þess að skapa skilyrði til nýrrarsóknar fyrir íslenskan iðnað. Myndin af þeim Davíð og Víglundi birtist í Morgunblaðinu 6. mars 1982.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 13. febrúar 2014. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .