Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum jókst um 0,7% í október en það var töluvert meiri vöxtur en spáð hafði verið og bendir til þess að bandaríska hagkerfið standi nokkuð vel af sér óveðrið sem geysar á mörkuðunum í Evrópu. Tölur um aukna framleiðslu ásamt nýbirtum tölum um aukningu í smásölu og útflutningi auk nýrra talna sem gefa til kynna minnkandi verðbólgu benda til þess að bandaríska hagkerfið sé enn á hægri siglingu þrátt fyrir allt umrótið í Evrópu.