Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamning í nótt eftir ströng fundarhöld síðustu daga. Nefnd iðnaðarmanna samdi fyrir hönd Rafiðnaðrsambands Íslands, Samiðnar, Matvís, VM- Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðnar og FHS - félags hársnyrtisveina.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í viðtali við RÚV í nótt að samningarnir séu á svipuðum nótum og samið hafi verið á almenna vinnumarkaðnum að undanförnu. Áhersla hafi verið lögð á hækkun lægstu taxta, styttingu vinnuvikunnar og að færa taxta nær greiddum launum.

Hækkun taxta á samningstímanum nemur 90.000 krónum en almenn hækkun verður 68.000. Kristján segir að þótt samningurinn sé á svipuðum nótum og samningar verslunar- og verkafólks sem undirritaðir voru fyrir réttum mánuði. Þó sé gengið lengra í að stytta vinnutímann en þar var gert og á að vera hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku.

Kristján Þórður segir að samningarnir verði bornir undir félagsmenn á næstu dögum.