Verið að vinna að leiðum til að hefja gjaldtöku á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV:

Ragnheiður segir meiri vilja en áður til að hefja gjaldtöku þó ekki standi til að skapa sérstaka stétt rukkara. Markmiðið sé að vernda náttúruna, tryggja öryggi ferðamanna og byggja staðina upp. Hún segir eina hugmyndina vera að setja á almennt gjald í stað þess að rukka inn á hvern og einn stað fyrir sig.

Steingrímur J. Sigfússon, þingamaður Vinstri grænna, hefur talað fyrir svokölluðum náttúrupassa sem myndi veita aðgang að ákveðnum svæðum.