rIðnþing Samtaka iðnaðarins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag en þingið hefst kl. 14. Á Iðnþingi 2019 verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins. Horft verður á það sem áunnist hefur í áranna rás, varpað verður upp myndum af stöðu dagsins í dag, auk þess sem rýnt verður í framtíðina sem er rétt handan við hornið.

Á þinginu flytja ávörp Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Að loknum ávörpum og innslögum forkólfa úr íslenskum iðnaði verður efnt til umræðna um helstu viðfangsefni iðnaðar með þátttöku formanns SI, ráðherra og Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel. Umræðum stýrir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, lýkur síðan þinginu með samantekt.

DAGSKRÁ IÐNÞINGS 2019

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, stýrir pallborðsumræðum með þátttöku formanns, ráðherra og Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra Marel
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Að þingi loknu verður boðið upp á léttar veitingar.