Árlegt iðnþing Samtaka iðnaðarins mun fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica.

Þingið ber yfirskriftina „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ og munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um samkeppnishæfan iðnað á grunni menntunar, nýsköpunar og framleiðni.

Meðal þátttakenda eru Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ásamt fjölbreyttum hópi stjórnenda úr fyrirtækjum innan raða íslensks iðnaðar, en þar á meðal má nefna Rannveigu Rist, forstjóra Rio Tinto Alcan, Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, og Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar.

Nánar er hægt að lesa um þingið hér .