*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 20. apríl 2018 14:14

Iðnvélar kaupa Innval

Iðnvélar ehf. kaupa allt hlutafé í Innval ehf. og bæta þar með við sig þjónustu og vörumerkjum fyrir tréiðnaðinn.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Iðnvélar ehf. keyptu í síðustu viku allt hlutafé í Innval ehf. og verða rekstrarvörur beggja fyrirtækja seldar undir merkjum Innval.
Félögin þjónusta tréiðnaðinn, en með kaupunum bæta Iðnvélar við sig vörumerkjum eins og Julius Blum GmbH og Fritz Egger GmbH & Co. frá Austurríki auk lakkframleiðandans Morrels Woodfinishes ltd. frá Bretlandi.

Með kaupunum hafa Iðnvélar það að markmiði að auka þjónustustig sitt og auka úrval á hágæða íhlutum til viðbótar við þau gæðamerki sem Iðnvélar selja nú þegar.  Iðnvélar eru rótgróið fyrirtæki, stofnað 1974, með sterkan og tryggan viðskiptahóp en Innvali sérhæfir sig í íhlutum og hráefnum fyrir innréttingar.

Þessi sameinaða rekstrarvörudeild fyrirtækjanna tveggja verður rekin undir merkjum Innvals og býður upp á sterka heildarþjónustu með miklu úrvali fyrir tréiðnaðinn segir í fréttatilkynningu frá félaginu.