*

þriðjudagur, 29. september 2020
Innlent 13. júlí 2020 12:50

ÍE framlengir skimanir um viku

Íslensk erfðagreining mun sjá um skimanir á landamærum í eina viku til viðbótar.

Ritstjórn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Valgarður Gíslason

Íslensk erfðagreining (ÍE) mun áfram sinna greiningu á sýnum vegna skimana á landamærum í viku í viðbót, að því er segir í frétt RÚV

Landspítalinn átti að taka við skimununum á morgun en honum tókst ekki að koma upp búnaði og tækjum á þeim sjö dögum sem Kári Stefánssón, forstjóri ÍE, hafði gefið stjórnvöldum til að taka við af fyrirtækinu, að sögn Maríönnu Garðarsdóttur, forstöðumanna rannsóknarþjónustu spítalans. 

Fram kom í bréfi Kára til ríkisstjórnarinnar í síðustu viku, sem birt var á vef Vísi, að það þurfi að búa til nýtt afl innan íslensks heilbrigðiskerfis, Faraldsfræðistofnun Íslands. Ef það verði ekki gert neyðist ÍE til að hætta allri aðkomu að skimum. Hins vegar ef ríkisstjórnin búi til Farsóttastofnun Íslands sé félagið „reiðubúið til þess að aðstoða eftir megni".