Íslensk erfðagreining og SÁÁ kynna í dag samstarfssamning um rannsóknir á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ munu undirrita samninginn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar nú á eftir kl. 11.

Samningurinn er liður í viðamiklu Evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa um rannsóknir á líffræðilegum orsökum fíknar sem hlotið hefur 8,1 milljóna Evra styrk frá Evrópusambandinu. Helmingur styrksins, eða um 330 milljónir króna, er ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem Íslensk erfðagreining mun annast. Þetta er stærsti styrkur sem Evrópusambandið hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. SÁÁ mun sjá um klínískan hluta rannsóknanna.