Ástandið á olíumörkuðum mun líklegast skána 2009 og 2010, eða um það leyti sem aukin framleiðsla kemst á skrið. Hins vegar má búast við því að olíuskortur verði aftur 2013 í samræmi við aukna eftirspurn. Þetta er álit Alþjóðaorkumálastofnunarinnar, IEA. Fréttaveita Reuters greinir frá þessu. Nobuo Tanaka, framkvæmdastjóri IEA, segir mikilvægt að edsneyti sé ekki selt undir kostnaðarverði, eins og gert er víða í þróunarlöndunum, ríkisstjórnir eigi heldur ekki að lækka skatta á eldsneyti. Slíkar aðgerðir gefi neytendum ranga mynd af stöðu mála. Mikilvægt sé að almenningur geri sér grein fyrir stöðu mála og fari sparlega með eldsneyti. Tanaka segir það vandamál hve viðkvæmur olímarkaðurinn sé, lítið þarf til að olíverð hækki.