Alþjóðlega orkumálastofnunin IEA, spáir því að OPEC muni koma til með að auka framleiðslu um 1,95 milljón tunnur á dag fram til ársins 2022.

Greint er frá málinu á heimasíðu Bloomberg, en aukningin á að stóru leyti að koma til vegna aukinnar framleiðslu í Írak.

OPEC ríkin hafa reynt að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu, þar sem heimsmarkaðsverð hefur verið í miklum lægðum.

Líklegt þykir að lítið verði úr áformum ríkjanna um að draga úr framleiðslu. Öllu heldur stefnir í að ríkin muni undirbúa sig til þess að koma til móts við eftirspurnaraukningu á næstu árum.