Aukinn innflutningur hrávörum gæti verið vísbending um aukinn útflutning áls á næstunni en súrál er einn stærsti hluti hrávara.

Þetta kemur fram nýrri greiningu á vegum IFS Greiningar en samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, sem birtar voru í morgun, voru vöruskiptin í júní jákvæð um 8,7 milljarða króna sem er mesti afgangur í einum mánuði það sem af er ári.

„Þessar tölur eru jákvæðar fyrir þjóðarbúið. Ef afgangurinn verður áfram svona jákvæður ætti það að hafa jákvæð áhrif á krónuna á komandi mánuðum,“ segir í greiningu IFS en samkvæmt Hagstofunni eru vísbendingar um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og meira verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara en minni innflutning á eldsneyti í júní m.v. maí 2009.

Þá kemur fram að síðustu tvo mánuði hefur verð á sjávarafurðum hækkað í erlendri mynt.  Ágætur gangur hafi auk þess verið í veiðum og vinnslu, t.d. á síld og makríl, sem muni styrkja útflutning á næstunni.  Þá hafi álverð hækkað undanfarið.

„Horfur fyrir útflutning hafa því heldur vænkast á síðustu vikum,“ segir IFS Greining.