Í síðustu viku gaf IFS Greining út virðismat á þremur stærstu fasteignafélögum landsins, Eik, Reginn og Reitir. Samkvæmt greiningum IFS eru öll þrjú félögin undirverðlögð á markaði og er því mælt með kaupum í hlutabréfum allra þessara félaga. Bréf fasteignafélaganna þriggja hækkuðu að meðaltali um 17,5% frá því um miðjan ágúst og fram að birtingu virðismatsins. Bréf félaganna hafa lækkað undanfarna daga og svo virðist sem markaðurinn sé ekki á sama máli og jákvæð greining IFS enn sem komið er.

Eik

Samkvæmt virðismati þann 9. september síðastliðinn er virðismatsgengi IFS á Eik óbreytt við 11 kr. á hlut frá fyrra virðismati, en 12-mánaða markgengið er 12,3 kr. á hlut. Hlutafé félagsins er metið á 37,9 milljarða króna.

Virðismatið tekur meðal annars mið af mikilli hækkun á bréfum félagsins undanfarnar vikur, væntingum um auknar fjárfestingar og auknar leigutekjur, síhækkandi leiguverði, áhrifum af hærra lánshæfismati ríkissjóðs á skuldabréfaútgáfu, 7-7,5% væntrar arðsemi af viðbót tveggja hæða við Suðurlandsbraut 8 og 10, og jákvæðra horfa á bæði fasteignamarkaði og í hagkerfinu almennt. Til samans áætlar IFS að áhrifin af þessum þáttum  á virði félagsins verði til hækkunar.

Hlutabréf í Eik hækkuðu talsvert á milli 12. ágúst og 8. september, eða um 21,6%. Þann 8. september var gengi bréfa í Eikum í hápunkti við 10,6 kr. í lok dags, 10,5 kr. daginn eftir og 10,25 k. þann 13. september.

Reginn

Í virðismati þann 7. september hækkar IFS virðismatsgengi á Reginn frá fyrra virðismati í 30 kr. á hlut. Markgengið til 12 mánaða er 33,4 kr. á hlut. Hlutafé félagsins er metið á 46,7 milljarða króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .