Í nýrri greiningu frá IFS greiningu kemur fram að félagið metur verðmæti Össurar um tvöfalt hærra en gengi þess er á markaði nú. Þeir benda á að félagið er á lægri verðkennitölum en þau félög sem við berum það jafnan saman við.

Staðfest hefur verið að tilboð hafi verið gert í stóran eignarhlut í Össuri. Að mati sérfræðinga IFS greiningar þarf verð í slíku tilboði að vera mun hærra en gengi félagsins er á markaði nú til þess að hljóta hljómgrunn núverandi hluthafa. Þeir mæla því með kaupum á bréfum Össurar.