IFS Ráðgjöf ehf, þjónustu og ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og greininga, hagnaðist um 400 þúsund krónur á síðasta ári. Það er samdráttur um helming frá því árinu áður.

EBITDA fyrirtækisins nam 28,6 milljónum og jókst talsvert frá árinu 2013, þegar hún nam 19,6 milljónum. Handbært fé frá rekstri batnaði einnig. Það nam 30 milljónum árið 2014, en var neikvætt um 6 milljónir árið 2013.

Eignir IFS námu um 86 milljónum króna um síðustu áramót, en eigið féð um 1,2 milljónum. Ólafur Ásgeirsson er eigandi IFS Ráðgjafar ehf.