Að mati IFS-greiningar mun eftirspurn vera umfram framboð á skuldabréfamarkaði í ár. "Í ljósi nýrra upplýsinga um að framboð ríkisbréfa dregst saman metum við það sem að fjárfestar ættu nú að kaupa lengri ríkisbréfin fremur en að halda. Í ljósi óvissu ættu fjárfestar þó að vera varfænir," segir í umsögn IFS.

Í umsögninni kemur fram að nettó framboð verðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkar úr 13 milljörðum í 46 milljarða í ár.

Í umsögn IFS segir enn fremur:

Nettó framboð verðtryggðra hækkar úr 13 ma.kr. í 46 ma.kr.

Að okkar mati mun eftirspurn vera umfram framboð á skuldabréfamarkaði í ár. Spá okkar um heildarframboð er óbreytt. Hins vegar er nýtt framboð að mestu í verðtryggðum bréfum. Í stað þess að gera ráð fyrir að nettóaukning í verðtryggðum bréfum yrði um 13 ma.kr. höfum við endurskoðað áætlun okkar og gerum nú ráð fyrir 46 ma.kr framboði af verðtryggðum bréfum.

Fyrsti ársfjórðungur lítur best út með tilliti til framboðs

Þar sem að Lánasýsla ríkisins stefnir ekki á útgáfu verðtryggðra bréfa fyrr en á öðrum ársfjórðungi lítur út fyrir lítið framboð á fyrsta ársfjórðungi. Miðað við núverandi upplýsingar líta annar og þriðji ársfjórðungur hvað verst út m.t.t. framboðs.

Mælum nú einnig með langtíma ríkisbréfum

Við síðustu útgáfu reiknuðum við með að meirihluti nýs framboðs væri óverðtryggður, nú lítur flest út fyrir að nýtt framboð á skuldabréfamarkaði verði aðeins að 1/3 óverðtryggt. Af þeim sökum mælum við nú með kaupum á langtíma óverðtryggðum bréfum þ.e. RIKB19 og RIKB25. Út frá framvirka vaxtaferlinum virðast bestu kaupin á skuldabréfamarkaði vera í RIKB19 og HFF24. Sjá má myndir af framvirku vaxtaferlunum á næstu síðu.

Á síðasta ári var sú fjárfestingarleið sem gaf hvað besta ávöxtun og minnsta flöktið sú sem innhélt bæði skammtíma verðtryggð bréf og langtíma óverðtryggð. Mikil óvissa einkenndi síðasta ár og er útlit fyrir að svo verði áfram.  Að okkar mati eru skammtíma óverðtryggð bréf of dýr og sama á við um stysta verðtryggða flokkinn HFF14. Við teljum enn vera ágætis horfur fyrir verðtryggð bréf þótt við mælum ekki jafn sterklega með þeim og áður."