Mikið framboð fjármagns hefur verið til staðar sem hefur leitað eftir farveg. Þessi þróun hefur komið fram í mjög lágum vöxtum til skamms tíma á skuldabréfamarkaði.

Þetta kemur fram í viðbrögðum IFS Greiningar við stýrivaxta ákvörðun Seðlabankans í gær en eins og kunnugt er lækkaði bankinn stýrivexti sína um 100 punkta, úr 12% í 11% sem er í tækt við fyrri spá IFS.

„Að okkar mati hafa skammtíma vextir á skuldabréfamarkaði verið of lágir og ekki endurspeglað eðlilegar væntingar um stýrivexti eða verðbólgu,“ segir í viðbrögðum IFS.

„Samfara útgáfu Seðlabanka á innstæðubréfum hefur vaxtaferilinn tekið á sig þá mynd sem við teljum að samrýmist betur hugsanlegri þróun vaxta og verðbólgu.“