Saga Capital Fjárfestingarbanki hefur samið við IFS Ráðgjöf um að fyrirtækið sinni ráðgjafa- og greiningavinnu fyrir bankann um stöðu og þróun efnahags- og markaðsmála.

„Um er að ræða ítarlegar rannsóknir og skýrslur um alla þætti efnahagslífsins, bæði fyrir Ísland og umheiminn, sem og sértæka greiningu á hlutabréfa-, skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði,“ segir í tilkynningu frá Saga Capital.

„Með samningnum er Saga Capital að tryggja sér aðgang að faglegri og hlutlausri greiningarvinnu en bankinn telur mjög mikilvægt að slík rannsóknarvinna sé unnin af hlutlausum aðilum þannig að aldrei vakni efasemdir um hugsanleg hagsmunatengsl.“