Hrávöruvísitölurnar hafa hækkuðu nokkuð í síðustu viku samkvæmt tölum IFS ráðgjafar. Eftirspurn hefur þó minnkað hratt eftir áli og birgðir hafa safnast upp. Talið er að í dag séu til um 100 daga birgðir af áli í heiminum og verðið er með þvi lægsta sem sést hefur í mörg ár.

Samkvæmt tölum LME um staðgreiðsluverð var það skráð á föstudag á 1.303 dollara tonnið. Meðalverð frá áramótum var þá tæpir 1.347 dollarar tonnið.

Miðað við verðið í dag er talið að um 75% álvera í heiminum séu rekin með tapi (Morgan Stanley, mars 2009). Talið er líklegt að verð muni hækka þegar jafnvægi myndast aftur á markaðinum.