IFS ráðgjöf skilaði 11,7 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Það er aðeins lakari niðurstaða en árið 2011. Eignir félagsins nema samtals um 69,6 milljónum og skuldir 69,4 milljónum og er eigið fé jákvætt um rétt rúmar 14 þúsund krónur samkvæmt ársreikningi félagsins. Stærsta eign í bókum félagsins er einfærður Stofnkostnaður upp á 29,9 milljónir.

Félagið er alfarið í eigu Ólafs Ásgeirssonar. Það sinnir þjónustu og ráðgjöf á sviði fjármála og greininga. Helstu verkefni þess eru greiningarþjónusta, fjárstýringarþjónusta og ráðgjafarverkefni en lánshæfismatsfyrirtækið Reitun er dótturfélag IFS.