Hlutafjárútboði Össur, sem tilkynnt var um í gær, er nú lokið en 29,5 milljónir nýrra hluta voru seldir erlendum fagfjárfestum.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar nýttur núverandi hluthafar sér ekki forkaupsrétt en um er að ræða 7% aukningu á núverandi hlutafé sem skilar 29 milljón Bandaríkjadölum.

IFS Greining segir í umfjöllun um hlutafjárútboðið að jákvætt sé að fá erlenda fagfjárfesta í hluthafahópinn þó ekki komi nákvæmlega fram hverjir þessir hluthafar eru.

„Verðmyndun og flot ætti að batna með þessu útboði,“ segir í umfjöllun IFS.

„Ekki kemur á óvart að gefa hafi þurft afslátt til þessara nýju fjárfesta. Þessi hlutafjáraukning hefur haft nokkurn aðdraganda og hefur haft hamlandi áhrif á verð á bréfum Össurar undanfarið að okkar mati. Svo virðist sem stjórnendur Össurar séu á ný farnir að huga að ytri vexti m.v. tilkynningu félagsins.  Það er ákveðin stefnubreyting þar en áhersla síðustu missera hefur verið á innra starf og samþættingu fyrri yfirtaka.“