Efnahagslífið í Noregi stendur traustari fótum en víðast hvar annars staðar. Þar hjálpar lítil skuldsetning hins opinbera, lítið atvinnuleysi og sterkir útflutningsatvinnuvegir.

Þetta kemur fram í umfjöllun IFS Greiningar um norska hlutabréfamarkaðinn.

IFS segir íhaldsamt fjármálakerfi þar sem ríkið sé stór eigandi hafi komið sér vel í fjármálakreppunni.

OBX Úrvalsvísitalan hefur hækkað mest af þeim norrænu á árinu, eða um 67% og er nú um 332 stig. Þegar olíuverð fór hæst á síðasta ári fór OBX yfir 450 stig.

Þá segir IFS að verðkennitölur á norska markaðnum séu enn nokkuð hagstæðar. Um 2,3% hagvexti er spáð í Noregi á árinu 2010 og atvinnuleysi verður 3,7% á því ári samkvæmt spám.