Robert Iger, forstjóri bandaríska afþreyingarrisans Walt Disney, keypti í vikunni hlutabréf í Apple fyrir um 1 milljón Bandaríkjadala.

Iger tók sæti í stjórn Apple um miðjan nóvember, og er þar með nýjasti stjórnarmeðlimur félagsins, en samkvæmt frétt Reuters fréttastofunnar þykja kaupin gefa til kynna mikla trú Iger á hugbúnaðarrisanum.

Iger keypti 2.670 hluti í Apple á genginu 375, samkvæmt tilkynningu til bandarískra yfirvalda. Eiginkona Iger átti fyrir örlítið minna í Apple, eða 75 hluti.

Sem stjórnarmaður í Apple fær Iger um 50 þúsund dali í stjórnarlaun á ári auk þess sem hann fær greitt að hluta til í nýjum bréfum.