Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) liggur verkefnastaða fyrirtækisins sumarið 2009 ekki endanlega fyrir en flugáætlanir flugfélaganna koma þó til með að taka á sig lokamynd næstu vikurnar.

Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Þar segir að ljóst sé að samdráttur verður í starfsemi IGS frá síðastliðnum sumrum en engu að síður verður mikil og öflug atvinnustarfsemi í gangi innan veggja fyrirtækisins.

IGS hefur verið einn stærsti atvinnurekandi á Suðurnesjum undanfarin ár og í vetur eru starfandi um 320 starfsmenn hjá fyrirtæki.

Sjá nánar vef Víkurfrétta .