Bandaríska viðskiptablaðið The Wall Street Journal greinir frá því að Google hafi hug á að fjárfesta í fyrirtækinu Space Exploration Technologies Corp., betur þekkt sem SpaceX.  Blaðið hefur heimildir fyrir því að Google hyggist fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 130 milljarða króna,  í SpaceX. Samkvæmt því er SpaceX metið á 10 milljarða dollara eða 1.320 milljarða króna.

SpaceX var stofnað af viðskiptamógúlnum Elon Musk árið 2002. Musk er frægastur fyrir að hafa verið annar af stofnendum Paypal og einn af stofnendum rafbílaframleiðandans Tesla Motors.

SpaceX hefur einbeitt sér að smíði geimflauga og árið 2008 var það fyrsta einkareikna fyrirtækið til að senda geimflaug út í geiminn. Árið 2010 sendi SpaceX geimflaug til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Áhugi Google á SpaceX er fyrst og fremst talinn tengjast áhuga netfyrirtækisins á því að geta boðið upp á háhraða internet um gervihnött eins og lesa má um í grein The Wall Street Journal . Fréttin af hugsanlegri fjárfestingu Google í SpaceX birtist fyrst á tækniblogg-síðunni The Information .