Nýir eigendur Faroe Seafood íhuga að láta skrá félagið á almennum hlutabréfamarkaði innan tveggja til þriggja ára. Þetta kemur fram í samtali IntraFish við Birgir Kass, framkvæmdastjóra Faroe Seafood UK.

Svo sem kunnugt er þá var Faroe Seafood, sem er stærsta fiskvinnslufyrirtæki Færeyja, selt á dögunum. Framtaksgrunnurin, sem er færeyskur þróunarsjóður, var eini eigandi fyrirtækins og sjóðurinn er enn stærsti eigandinn. Aðrir eigendur eru m.a. fjárfestingarfélagið Notio, Traustfang, sem er dótturfyrirtæki Vátryggingafélags Íslands, Samherji í gegnum dótturfélagið Framherja og Kaupþing Banki í Færeyjum.

Að sögn Kass er einnig líklegt að Faroe Seafood leggi á næstu arum aukna áherslu á að treysta sig í sessi á breska og franska markaðnum. Faroe Seafood á og rekur átta frystihús í Færeyjum og leigir það níunda. Þá er félagið með fiskvinnslu í Danmörku og sölustarfsemi erlendis.