Norska fjármálaeftirlitið íhugar að sekta DNB bankann, stærst banka Noregs, um 400 milljónir norskar krónur, andvirði 5,7 milljarða króna, fyrir að ekki hafa fylgt regluverki um varnir gegn peningaþvætti á fullnægjandi máta. Sektin nemur um 0,7% af ársveltu bankans.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá DNB en fjármálaeftirlitið gerði könnun á vörnum bankans gegn peningaþvætti í febrúar og hefur nú birt skýrsluna. Téð skýrsla kom í kjölfar Samherjamálsins þar sem greint var frá því að Samherji hefði millifært af reikning sínum hjá DNB greiðslur sem taldar eru hafa verið mútur til namibískra stjórnmálamanna.

Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram í tvígang að sektin komi ekki til vegna gruns um peningaþvættis af hálfu bankans. Fremur vegna þess að bankinn hefur ekki sinnt vörnum gegn peningaþvætti nægjanlega vel.