Bandaríska viðskiptastofnun FTC er sögð íhuga að setja lögbann áform Facebook um að samþætta samfélagsmiðlana Facebook, WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger að því er WSJ greinir frá.

FTC hefur verið með Facebook til rannsóknar vegna hugsanlegra samkeppnislagabrota. Rannsóknin hófst eftir að fyrirtækið gaf út að samþætta ætti samfélagsmiðlanna þannig að hægt væri að senda dulkóðuð skilaboð frá einum samfélagsmiðli yfir á þann næsta.

FTC mun hafa áhyggjur af markaðsráðandi stöðu á samfélagsmiðlamarkaði. Ef samfélagsmiðlarnir sem Facebook hefur keypt síðustu ár verði samþættir um of verði erfitt að skipta þeim upp síðar meir.