Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp um skattlagningu ferðaþjónustugreina og málefni sem henna tengjast. Gunnar Tryggvason verður formaður hópsins en auk hans eru þar fulltrúar fjármálaráðherra, ríkisskattstjóra, iðnaðar- og innanríkisráðuneytinu að ógleymdum fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar.

Hópnum er sérstaklega ætlað að fjalla um forsendur og áhrif þess að breyta álagningu virðisaukaskatts á gistiþjónustu, samkeppnisstöðu og jafnræði greina innan ferðaþjónustunnar í skattalegu tillit, aðgerðir til að koma í veg fyrir undanskot frá skattgreiðslum og fleira.

Fjármálaráðuneytið hefur einnig óskað eftir skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um áhrif væntanlegra breytinga á virðisaukaskatti á gistiþjónustu á ríkissjóð, og á ferðaþjónustu.

Skýrsluna á að kynna í næstu viku.