Á fundi ríkisstjórnarinnar og bankastjóra fyrir rúmlega tveimur vikum var rætt um hugsanlega sameiningu einhverra af bönkunum en óformlegar viðræður hafa farið fram síðan þá milli forstjóra og bankastjóra íslensku bankanna.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ekki kom fram um hvaða banka væri að ræða. Þá var rætt við sérfræðing í samkeppnislögum sem telur að samkeppnislög komi ekki í veg fyrir sameiningu að einhverju tagi.