»Íslensk stjórnvöld íhuga nú útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum mörkuðum, að því er greint var frá á vefsíðum Bloomberg og Reuters í gær.

Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að framundan sé hagvaxtarskeið á Íslandi, aðstæður hafi breyst hratt hér á landi til betri vegar og því sé kominn tími til þess að hugsa sér til hreyfings á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar um þessi mál að svo stöddu. Öll skref sem stigin verða í þessa átt verða í náinni samvinnu Seðlabanka Íslands og stjórnvalda.