Stór alþjóðleg fjárfestingafélög hafa lýst áhuga sínum á að kaupa drykkjaframleiðandann Refresco Gerber, sem er meðal annars í eigu eignarhaldsfélagsins Stoða hf. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum .

Þar kemur fram að viðræður við fjárfesta hafi staðið yfir að undanförnu en engin ákvörðun hafi enn verið tekin um sölu félagsins. Einnig komi til greina að skrá félagið á hlutabréfamarkað í Bretlandi.

Stoðir eiga þriðjungshlut í félaginu sem framleiðir árlega um 6,5 milljarða lítra af drykkjarvörum og nemur árleg velta 2,3 milljörðum evra. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi síðasta árs um tólf milljónir evra.